Engar frekari viðræður eru fyrirhugaðar á næstunni í kjaradeilu Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. Staða viðræðna er því óbreytt frá því er FFÍ hafnaði lokatilboði Icelandair í síðustu viku.

Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn blaðsins um gang mála í viðræðunum. Eftir að lokatilboði Icelandair til FFÍ var hafnað í síðustu viku sagði flugfélagið að það teldi ólíklegt að samningaviðræðurnar myndu skila árangri og nú rúmri viku síðar virðist félagið enn vera sama sinnis.