*

laugardagur, 16. október 2021
Innlent 23. mars 2015 12:36

Óbreytt stjórn hjá Eimskipafélaginu

Sjálfkjörið verður í stjórn Eimskipafélagsins á aðalfundi félagsins á fimmtudaginn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Framboðsfrestur er runninn út fyrir kosningu til stjórnar Eimskipafélags Íslands og hafa allir núverandi stjórnar- og varastjórnarmenn gefið kost á sér að nýju.

Engin önnur framboð hafa borist og er því sjálfkjörið í stjórnina, sem verður óbreytt frá fyrra ári.

Í stjórninni sitja nú þau Richard Winston Mark d´Abo stjórnarformaður, Víglundur Þorsteinsson varaformaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Hrund Rudolfsdóttir og Lárus L. Blöndal. Varamenn í stjórn eru þau Jóhanna á Bergi og Marc Jason Smernoff.