Allir núverandi stjórnarmenn í Fjarskiptum hf., móðurfélagi Vodafone, gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn félagsins, að því er kemur fram í tilkynningu. Enginn annar býður sig fram og er stjórnin því sjálfkjörin. Aðalfundur félagsins fer fram fimmtudaginn 19. mars næstkomandi kl. 16.

Í stjórn Fjarskipta núna sitja þau Heiðar Guðjónsson stjórnarmaður, Anna Guðný Aradóttir, Hildur Dungal, varaformaður stjórnar, Hjörleifur Pálsson og Vilmundur Jósefsson.

Einnig er sjálfkjörið í varastjórn Fjarskipta, en þar bjóða sig fram þau Agla Elísabet Hendriksdóttir og Yngvi Halldórsson.