*

föstudagur, 18. september 2020
Innlent 6. ágúst 2020 17:16

Óbreytt stjórn Kaldalóns

Samþykkt var að stjórnarmönnum Kaldalóns geti verið fjölgað í fimm stað þriggja.

Ritstjórn
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Eyþór Árnason

Á hluthafafundi Kaldalóns hf. var ákveðið að halda stjórn félagsins óbreyttri. Samþykkt var sú tillaga að stjórn félagsins verði framvegis skipuð þremur til fimm mönnum í stað þriggja manna áður.

Að auki verður stjórninni skipað af allt að tveimur varamönnum í stað eins varamanns. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallar.

Í stjórn Kaldalóns sitja því eftirtaldir aðilar:

  • Þórarinn Arnar Sævarsson, stjórnarformaður.
  • Helen Neely
  • Gunnar Hendrik B. Gunnarsson