Teymi hélt aðalfund sinn í morgun og þar var tillaga stjórnar um laun stjórnarmanna var samþykkt. Stjórn Teymis lagði til að laun stjórnarmanna verði óbreytt frá síðasta starfsári. Þóknun fyrir næsta starfsár yrði kr. 100.000 á mánuði og tvöfalt hærri fyrir stjórnarformann.

Varamenn í stjórn munu fá kr. 50.000 fyrir hvern fund sem þeir sitja. Varamenn fá þó að lágmarki greiddar kr. 100.000 á ári og að hámarki kr. 1.200.000 á ári.

Sjálfkjörið var í stjórn Teymis hf. Stjórnina skipa: Ásta Bjarnadóttir, Jón Þorsteinn Jónsson, Pétur Már Halldórsson, Þorsteinn M. Jónsson, og Þórdís J. Sigurðardóttir. Til vara: Einar Þór Sverrisson og Soffía Lárusdóttir.

Tillaga stjórnar um að ekki yrði greiddur arður fyrir árið 2006 var samþykkt.