Flugfélagið Icelandair hefur enn sem komið er ekki gert neinar breytingar á áætlun sinni fyrir sumarið og því er enn gert ráð fyrir beinu flugi til Mílanó á Ítalíu. RÚV greinir frá þessu.

Líkt og mikið hefur verið fjallað um hefur kórónuveiran herjað á landið og hafa flest staðfest smit Íslendinga verið rakin til Ítalíu.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við RÚV að fyrsta flug félagsins til Mílanó muni að öllu óbreyttu hefjast 16. maí. Þá æátlar Icelandair breytingar á beinu flugi til bandarísku bogarinnar Seattle, en fimm andlát í borginni eru rakin til kórónuveiraunnar. Heilbrigðisyfirvöld hafa ekki enn skilgreint svæðið sem áhættusvæði og því segir Ásdís að ekki sé fyrirhugað að breyta áætlun.

Tvær áhafnir Icelandair hafa verið í sóttkví frá því um síðustu helgi, en áhafnirnar ferjuðu heim farþega frá Verona á Ítalíu og Munchen í Þýskalandi. Í báðum flugum voru um borð farþegar sem hafa verið greindir með kórónuveiruna.