Seðlabanki Evrópu tilkynnti í dag um að stýrivöxtum á evrusvæðinu yrði haldið óbreyttum í 4%.

Reuters fréttastofan greinir frá því að þegar hefðu greiningaraðilar gert  ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum og þessi ákvörðun því ekki komið á óvart.

Verðbólga á evrusvæðinu er nú 3,6% á ársgrundvelli en verðbólgumarkmið bankans er 2%. Líkt og í Bretlandi er aukinn verðbólguþrýstingur talin meginástæða þess að vextir eru ekki lækkaðir nú en talið er að verðbólga gangi hratt yfir, líkt og í Bretlandi, þannig að ekki þurfi að koma til stýrivaxtahækkunar.

Rökstuðningur fyrir ákvörðun bankans verður kynntur nú í hádeginu.