Evrópski seðlabankinn ákvað á fundi í dag að stýrivextir bankans yrðu óbreyttir. Býst bankastjórnin við því að stýrivextir verði áfram áfram jafnlágir eða lægri til lengri tíma litið.

Jafnframt býst bankinn við því að svokölluð magnbundin íhlutun, eða mánaðarleg eignakaup bankans sem nema 80 milljörðum evra muni halda áfram að minnsta kosti til loka mars á næsta ári, eða jafnvel lengur, eða eins lengi og þörf er á þangað til skýr merki sjáist um að verðbólga sé að nálgast markmið.

Munu meginvextir bankans á endurfjármögnun, á lánveitingar og innistæður því verða óbreyttir í 0,00%, 0,25% og -0,40%.