Evrópski seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum í 1% í dag. Þetta er í samræmi við væntingar markaðsaðila en í erlendum miðlum er bent á að á sama tíma horfi ekki vel fyrir efnahagslífi aðildarríkja myntbandalagsins. Bretar og Spánverjar séu komnir inn í kreppuskeið á nýjan leik og útlit fyrir að evrusvæðið allt stefni sömu leið inn í skugga harkalegra aðhaldsaðgerða og hærri skatta. Á sama tíma hefur atvinnuleysi innan evruríkjanna aldrei verið meira.

Bandaríska fréttastofan CNN varar reyndar á það í netútgáfu sinni í dag að aðhaldsaðgerðirnar valdi meiri skaða en hitt.