Evrópski seðlabankinn greindi frá því í dag að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum 0,75%. Þetta er í takt við meðalspá Bloomberg-fréttaveitunnar. Fjórir að 48 hagfræðingum og markaðsaðilum á vegum Bloomberg útilokuðu ekki 0,25 prósenta lækkun og 0,5% stýrivöxtum.

Stýrivextir á evrusvæðinu hafa staðið óbreyttir frá því um síðustu jól en Mario Draghi lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum eftir að hann tók við embætti seðlabankastjóra af Jean-Claude Trichet að lækka vextina um 0,25 prósentur.

Bankastjórn evrópska seðlabankans fundaði um málið í Ljubljana í Slóveníu. Aðalseðlabankastjórinn Mario Draghi mun hins vegar gera grein fyrir vaxtaákvörðun bankastjórnarinnar í höfuðstöðvum seðlabankans í Frankfurt í Þýskalandi.