Evrópski seðlabankinn greindi frá því í dag að ákveðið hafi verið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5%. Breska dagblaðið Financial Times rifjar upp í tengslum við vaxtaákvörðunina að þótt verðbólga hafi hjaðnað á evrusvæðinu þá sé staða efnahagsmála þar í slæmu horfi. Atvinnuleysi er í methæðum, dregið hefur úr framleiðni og viðbúið að landsframleiðsla hafi dregist saman á öðrum ársfjórðungi.

Efnahagsbatinn hefur látið bíða eftir sér á evrusvæðinu. Mario Draghi, aðalseðlabankastjóri evrópska seðlabankans, mun ræða vaxtaákvörðunin og horfur í efnahagsmálum frekar síðar í dag.