Seðlabanki Ástralíu tilkynnti í dag að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í 2,5%. Þetta er í samræmi við væntingar. Vextirnir voru lækkaðir fyrir mánuði og höfðu þá ekki verið lægri síðan seðlabankinn var settur á laggirnar þar í landi árið 1959. Ástralskir fjölmiðar segja vaxtaákvörðunina endurspegla áhyggjur manna af því að hægja sé á hjólum efnahagslífsins í Ástralíu. Þar munar mestu um hægja hefur tekið á í námavinnslu eftir viðvarandi vöxt í áratug.

Stýrivextir seðlabanka Ástralíu hafa samanlagt verið lækkaði um 225 punkta á tæpum tveimur árum eða síðan í nóvember árið 2011. Þar af hafa þeir verið lækkaðir í tvígang á þessu ári, um 25 punkta í hvort sinn. Gert er ráð fyrir að vöxtunum verði haldið óbreyttum fram á næsta ár.