Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að halda stýrivöxtum sínum obreyttum í 5,25%, en gaf til kynna að þeir kynnu að verða hækkaðir hjaðni verðbólga ekki samkvæmt spám bankans, segir í frétt Dow Jones.

Talsmenn seðlabankans sögðu að hægst hefði á efnahagnum á þessu ári í kjölfar kólnunar á húsnæðismarkaði Bandaríkjanna, en bankinn hefur þó enn áhyggjur af verðbólguþrýstingi.