Seðlabanki Íslands tilkynnti í dag um óbreytta stýrivexti. Vextir bankans eru 0 til 0,25 prósentur, og hafa verið síðan í desember 2008.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar segir að greina megi hægfara efnahagsbata og að aðstæður í efnahagslífinu séu að færast til betri vegar. Nefndin hefur síðustu tvo daga fundað í Washington. Í yfirlýsingunni segir einnig að hækkun olíu- og hrávöruverðs hafi leitt til aukinnar verðbólgu. Það er þó mat seðlabankans að hún hjaðni fljótt.