Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, hefur haldið stýrivöxtum þar í landi óbreyttum í 0,5%. Á sama tíma og ekki er hróflað við vaxtastiginu hefur verið ákveðið að bankinn og ríkissjóður haldi áfram að styðja við efnahagslífið í kjölfar fjárkreppunnar og dæli fjármagni inn í hagkerfið. Stýrivextir hafa aldrei verið lægri í sögu Englandsbanka. Nokkuð er um liðið síðan þeim fóru nálægt núllinu eða um fimm ár.

Peningastefnunefnd Englandsbanka var ekki á einu máli um vaxtaákvörðun hennar á síðasta fundi en tveir af af níu nefndarmönnum mæltu fyrir hækkun vaxta, að sögn AP-fréttastofunnar . Rökin fyrir vaxtahækkun voru þau að góður skriður sé kominn á hagkerfið. Fréttastofan segir nefndina horfa fast á verðbólguhorfur. Verðbólga hafi farið úr 1,9% í júní í 1,6% í júlí. Það hafi leitt til þess að ákveðið var að halda vöxtunum óbreyttum að sinni.