Peningastefnunefnd Englandsbanka hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans áfram óbreyttum í 0,5%. BBC News greinir frá þessu.

Nú eru liðin meira en sex ár frá því að stýrivextir bankans voru lækkaðir í þessa prósentu og hafa þeir ekki haggast síðan. Verðbólga hefur farið minnkandi í landinu að undanförnu og því ekki aðkallandi fyrir bankann að hækka vexti.