Peningastefnunefnd Englandsbanka hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 0,5%. Þetta kemur fram í frétt BBC News .

Átta af níu nefndarmönnum ákváðu að stýrivextirnir yrðu óbreyttir, en einn nefndarmaður, Ian McCafferty, vildi hins vegar hækka vextina. Við því var hins vegar ekki orðið og hafa vextirnir nú verið óbreyttir 78 mánuði í röð.

Nefndin kveðst búast við því að verðbólga muni aftur ná 2% verðbólgumarkmiði bankans innan tveggja ára. Í síðasta mánuði mældist verðhjöðnun í Bretlandi 0,08% og því ekki aðkallandi fyrir bankann að hækka vexti.