Samkvæmt ákvörðun bankastjórnar Englandsbanka, sem kynnt var í morgun, verða stýrivextir á Bretlandi óbreyttir en þeir eru nú 5%.

Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir í fimm mánuði að sögn BBC.

Verðbólga í Bretlandi mælist nú tæp 4% en verðbólgumarkmið Englandsbanka er 2%. Því bjuggust greiningaraðilar ýmist við óbreyttum eða hærri stýrivöxtum í morgun.

Viðmælandi BBC segir að aukinn verðbólguþrýstingur kunni þó að kalla á hækkun stýrivaxta með haustinu.

Nánar verður fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun.