Englandsbanki tilkynnti í morgun að stýrivöxtum bankans yrði haldið óbreyttum í 5% og var það í takt við væntingar markaðs- og greiningaraðila að sögn Reuters fréttastofunnar.

Verðbólga í maí er nú í hámarki – 3,3% - frá því að Englandsbanki tók upp núverandi fyrirkomulag peningamála árið 1997. Þrátt fyrir að vísbendingar séu um kólnun bresk efnahagslífs var deilt um það á fundi bankastjórnar bankans um hvort jafnvel ætti að hækka vexti. Þannig eru aðilar sem vilja hækka stýrivexti til að sporna enn frekar við verðbólgu.

Verðbólgumarkmið bankans er 2% en talsmenn bankans segjast jafnvel búast við 4% verðbólgu á þessu ári en verðbólguþrýstingur hefur farið vaxandi í Bretlandi vegna hækkandi eldsneytis- og matvælaverðs að undanförnu.