Englandsbanki tilkynnti í dag að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum að sinni í 0,5%. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir fjármálasérfræðingum að menn bíði eftir því í seðlabankanum hvort 75 milljarða punda innspýting í síðasta mánuði hafi dugað til að efla hagvöxt.

Sérfræðingur hjá Barclays segir að miðað við erfiða stöðu á evrusvæðinu um þessar mundir sé ekki útilokað að seðlabankinn dæli meiru fé inn á markaðinn til að styðja við efnahagslífið.