Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, hélt í dag stýrivöxtum óbreyttum í 0,5%. Þetta er þriðja árið í röð sem stýrivöxtum er haldið þetta nálægt núllinu.

Breska útvarpið, BBC, bendir á að ósamræmi sé í vaxtaákvörðun bankans þar sem verðbólga hafi verið yfir markmiðum seðlabankans í rúm tvö ár. Verðbólga mælist nú 3,5% í Bretlandi. Bent er á að í minnipunktum peninganefndar bankans komi fram áhyggjur af verðbólguþróun.

Stephanie Flanders, viðskiptaritstjóri BBC, segir að ástæðuna fyrir því að hagvöxtur hafi ekki komist í gang í Bretlandi og verðbólga yfir markmiðum þá að fyrirtæki hafi gefið undan þrýstingi og orðið að hækka vöruverð.