Evrópski seðlabankinn tilkynnti i í dag að stýrvextir bankans myndu haldast óbreyttir í 0,05 prósentum og að innlánsvextir bankans yrðu áfram í 0,2 prósentustigum.

Í ræðu í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar sagði Mario Draghi, bankastjóri Evrópska seðlabankans, að bankinn væri tilbúinn að beita óhefðbundnum aðgerðum til að koma í veg fyrir of mikla verðhjöðnun á evrusvæðinu aukist áhætta á slíku á næstunni.

Evrópski seðlabankinn hefur þegar tilkynnt að hann hafi ráðist í skuldabréfakaup þótt ekki verði um magnaðgerðir (e. quantative easing) líkt og Seðlabankinn í Bandaríkjunum tilkynnti nýlega að hætt yrði þar á landi.