Tveir áhrifamestu seðlabankar álfunnar, Seðlabanki Evrópu og Englandsbanki, ákváðu í morgun að hrófla ekki við stýrivöxtum sínum. Stýrivextir á evrusvæðinu verða því 1,5% og í Bretlandi 0,5% enn um sinn.

Báðir réttlæta bankarnir ákvörðun sína með vísan í óvissuna og ólguna á mörkuðum heimsins, sem og í hinu vestræna hagkerfi.