Seðlabanki Japans ákvað í morgun að halda stýrivöxtum þar í landi óbreyttum en þeir eru nú 0,5%.

Að sögn BBC hafa nú haldist óbreyttir í 20 mánuði en í stýrivaxtaákvörðun bankans kom fram að stjórn bankans hefði vaxandi áhyggjur af fjármálakrísunni sem nú ríður yfir alþjóðakerfið og muni því vera á varðbergi.

Bankastjórn Seðlabankans var einhuga um ákvörðun sína að sögn BBC.