Seðlabanki Japan ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum ói 0.5%, þrátt fyrir ótta um hægari hagvöxt þar í landi.

Stýrivextir hafa nú verið 0,5% í Japan síðan í febrúar 2007. Hækkandi verð á orku og hrávörum auk samdráttar í útflutningi hefur haft talsverð áhrif á þetta næststærsta hagkerfi heims.

Á öðrum fjórðungi ársins var hagvöxtur neikvæður um 0,6%, en það hefur ekki gerst í yfir ár þar í landi. Lakari vöxtur í Bandaríkjunum hefur rík áhrif á Japan, þar sem landið stólar mikið á útflutning.

Verðbólguspár gera nú ráð fyrir að verðbólgan þar í landi nái 15 ára hámarki.