Seðlabanki Japans tilkynnti í morgun að stýrivexti yrðu óbreyttir en stýrivextir í Japan eru 0,5%. Það er í takt við það sem þegar hafði verið spáð að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Þrátt fyrir verðbólguþrýsting gera greiningaraðilar ráð fyrir því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum áfram.

Stýrivextir í Japan hafa verið 0,5% í rúmt ár en þeir voru hækkaðir síðast í febrúar 2007, úr 0,25%.