Seðlabankinn í Japan tilkynnti í gær að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 0,5% í Japan.

Stýrivextir hafa verið óbreyttir í Japan frá því í febrúar á síðasta ári, er þeir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig.

Nýr seðlabankastjóri Japansbanka, Masaaki Shirakawa, sagði á blaðamannafundi í gær að nú væru blikur væru á lofti.

Hingað til hefði áhrifa lausafjárkrísunnar ekki gætt í miklum mæli í Japan en nú væru hinsvegar teikn á lofti um að breyting yrði þar á meðal annars vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna.

Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis.