Seðlabanki Japans ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í dag, þrátt fyrir mikinn pólitískann þrýsting um að hækka vexti, segir í frétt Dow Jones.

Þrír af níu stjórnarmeðlimum kusu gegn því að halda stýrivöxtum óbreyttum, en það mun vera fyrsta skiptið síðan í mars í fyrra sem ekki var einróma kosning og þykir það benda til þess að stýrivextir bankans verði hækkaðir á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er 20-21. febrúar, segir í fréttinni.

Stýrivextir bankans eru nú 0,25%, en bankinn hvarf frá núll prósent vaxtastefnu sinni í júlí síðastliðnum, en verðbólga mælist nú 0,3% í Japan.