Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25%, eins og búist  var við af flestum hagfræðingum.

Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var meiri en búist var við, en einkaneysla hefur þó verið undir væntingum.

Í júlí síðastliðnum batt seðlabankinn í Japan enda á fimm ára frystingu stýrivaxta sem miðaði að því að styrkja efnahagslífið. Vextir voru hækkaðir í 0,25% og búast sérfræðingar við að bankinn muni á næstunni þoka vöxtunum upp eftir því sem hagvöxtur eykst. Toshihiko Fukui, aðalseðlabankastjóri Japan, hefur gefið til kynna að hækkun stýrivaxta eigi ekki að hægja á efnahagsbatanum.