Stýrivöxtum Seðlabankans í Japan var haldið óbreyttum í 0% í dag við vaxtaákvörðun peningastefnunefndar bankans. Ákvörðunin kom ekki á óvart en hagkerfi Japans þykir brothætt.

Japan hefur náð sér nokkuð á strik að undanförnu en í áliti peningastefnunefndar sem kynnt var í dag segir að svo virðist sem hægt hafi á batanum. Þó er búist við að hagkerfið taki við sér aftur fljótlega, í takt við bættan efnahag heimsins. Japan hefur glímt við minnkandi eftirspurn á heimsvísu, verðhjöðnun og veikingu gjaldmiðilsins.