Stýrivextir í Japan haldast óbreyttir en Seðlabanki Japans tilkynnti í morgun að þeir yrðu áfram 0,1%.

Þá tilkynnti seðlabankinn í leiðinni, eins og áður hefur komið fram, að bankinn hygðist kaupa skuldabréf af japönskum viðskiptabönkum til að auka lausafé í umferð og koma lánastarfssemi bankanna í gang á ný.

Einnig er til umræðu innan bankans að veita viðskiptabönkunum neyðarlán en í tilkynningu frá seðlabankanum kom fram nauðsynlegt væri að þau lán yrðu á lágum vöxtum.

Hagkerfi Japan dróst saman um 3,3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en þar er helst um að kenna minnkandi útflutningi lélegri afkomu tækni- og fjármálafyrirtækja.