Seðlabanki Kanada ákvað í gær að stýrivextir skyldu haldast óbreyttir í 1,0%. Vextirnir hafa haldist óbreyttir í þrjú ár.

„Öfugt við það sem Ísland glímir við þá stefnir allt í að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabanka Kanada og því vilja þeir halda vöxtum óbreyttum,“ segir í umfjöllun í Morgunpósti IFS greiningar sem fjallar um málið í dag.

Mögulega gætu vextir verið lækkaðir á næstu misserum ef verðbólga er ekki nálægt markmiðum.