Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að breyta ekki stýri­vöxtum bankans að þessu sinni. Þeir verða því áfram 14%. Í Peningamálum sem bankinn birtir á heimasíðu sinni eftir kl. 11 í dag eru færð rök fyrir ákvörðun bankastjórnar. Þá hefur Seðlabankinn ákveðið að bæta við einum vaxtaákvörðunardegi sem verður þann 21. desember næstkomandi.

Ákvörðun Seðlabankans er í takt við væntingar greiningaraðila sem útilokuðu þó ekki að Seðlabankinn myndi hækka vexti um 0,25 prósentustig.