Bandaríski seðlabankinn hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að halda stýrivöxtum þar í landi óbreyttum. Stýrivextir verða því áfram 2% í Bandaríkjunum, eins og þeir hafa verið síðan í apríl.

Greiningaraðilar höfðu spáð óbreyttum stýrivöxtum, en í ljósi hruns Lehman Brothers var vaxtalækkun þó ekki talin ólíkleg.

Ákvörðun bankans hafði þau áhrif að lækkun varð á markaði vestan hafs, eftir að hlutabréf höfðu hækkað lítillega framan af degi.

Þetta kemur fram í frétt BBC.