Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að breyta ekki stýrivöxtum og verða þeir áfram 15,5%.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum.

Ákvörðunin kemur ekki á óvart en flestir, þar á meðal greiningadeildir bankanna höfðu gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum.

Bankinn mun kl. 11 í dag kynna rökin að baki ákvörðunar bankastjórnar.