Íbúðalánasjóður (ÍLS) kynnti í morgun niðurstöður útboðs sem haldið var á föstudaginn. Útlánsvextir eru óbreyttir, að sögn greiningardeildar Glitnis.

Tekið var tilboðum í tveimur lengstu flokkum íbúðabréfa, HFF34 og HFF44. ?Alls var tekið tilboðum fyrir 1,1 milljarð króna að nafnvirði í HFF34 og var vegin ávöxtunarkrafa án þóknunar 4,50% og fyrir 3,9 milljarða króna . í HFF44 og var vegin ávöxtunarkrafa án þóknunar 4,23%,? segir greiningardeildin.

Hún segir vegin heildarávöxtunarkrafa tekinna tilboða er 4,30% með þóknun en þá er ekki tekið tillit til kostnaðar við uppgreidd ÍLS-veðbréf við vaxtaákvörðun.

?Áhrif uppgreiddra ÍLS-veðbréfa hafa verið nokkuð mismunandi milli útboða en það er ljóst að áhrif þeirra voru lítil sem engin í þetta sinn enda stuttur tími liðinn frá síðasta útboði sjóðsins. Niðurstaðan er að útlánsvextir sjóðsins eru óbreyttir í 5,0% (lán án uppgreiðsluálags) og 4,75% (lán með uppgreiðsluálagi),? segir hún.