Seðlabanki Evrópu (ECB) tilkynnti í dag að stýrivöxtum bankans yrði haldið óbreyttum í 4,25% þriðja mánuðinn í röð.

Var það í samræmi við spár greiningar- og markaðsaðila, að því er greiningardeild Glitnis segir.

Stýrivextir á evrusvæðinu hafa ekki verið hærri í sjö ár.