Bæði Evrópski seðlbankinn og Englandsbanki greindu frá þeirri ákvörðun í dag að stýrivöxtum þeirra yrði haldið óbreyttum að sinni. Þetta kom markaðsaðilum ekki á óvart.

Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 1% og eru þeir 0,5% í Bretlandi. Vaxtastig beggja banka tók að lækka með hraði þegar fjármálakreppan reið yfir af krafti árið 2008. Nú er komið á fjórða ár sem stýrivextir hafa verið í lægsta gildi. Þeir hafa ekki verið jafn lágir í jafn langan tíma síðan bankinn tók til starfa árið 1694.

Í rökstuðningi beggja banka kemur fram að þrátt fyrir að lending hafi náðst í skuldaaflausn Grikkja þá sé enn nokkuð í land í skuldaviðræðunum, enn ríki óróleiki á fjármálamörkuðum og olíuverð enn í himinhæðum. Þegar þetta er lagt saman séu ekki aðstæður til að lækka stýrivexti að sinni.