Stýrivöxtum á evrusvæðinu var haldið óbreyttum  í 0,25% í morgun. Þetta er í takt við væntingar í skugga óvissu um þróun efnahagsmála á svæðinu.

Bandaríska dagblaðið The New York Times segir bankaráð evrópska seðlabankans horfa einkum til verðbólguþróunar á evrusvæðinu um þessar mundir. Verðbólga hefur verið afar lítil upp á síðkastið.