Niðurstaða tveggja daga fundar peningamálanefndar Englandsbanka var að halda stýrivöxtum óbreyttum en þeir eru 5,5%. Fastlega var búist við að nefndin kæmist að þessari niðurstöðu. Hinsvegar búast margir við því að vextir á Bretlandi verði hækkaðir í 5,75% og að jafnvel verði gripið til hækkunarinnar í næsta mánuði.