Englandsbanki ákvað að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundi bankans í gær. Bankinn hóf að hækka vexti fyrir um ári en stýrivextir bankans hafa verið hækkaðir fjórum sinnum síðan og eru nú 4,5%. Atvinnuleysi hefur minnkað í Bretlandi á árinu og launaþrýstingur er mikill. Englandsbanki spáir því að verðbólga ársins muni nema 2,6% skv. samræmdri vísitölu neysluverðs og telur að verðbólguþrýstingur aukist á næsta ári. Líklegt er talið að bankinn muni hækka vexti sína um 0,25 prósentustig í kjölfar vaxtaákvörðunarfundar í ágúst og spáð er að í lok ársins verði stýrivextir bankans komnir í 5,25%. Þetta kom fram í Morgunkornum Íslandsbanka.