Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að halda vöxtum á útlánum óbreyttum í 4,95% en lán með sérstöku uppgreiðsluákvæði verða með 0,25% lægri vöxtum eða 4,70%.

Þetta kemur fram í tilkynningu sjóðsins í morgun en vaxtaákvörðunin byggir á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem haldið var 19. október, ásamt vegnum fjármagnskostnaði uppgreiðslna ÍLS-veðbréfa. Vegnir vextir í útboði íbúðabréfa og uppgreiddra ÍLS-veðbréfa er 4,23%. Vaxtaálag vegna rekstrar er 0,25%, vegna varasjóðs 0,20% og vegna uppgreiðsluáhættu 0,25%, samtals 0,70%