Seðlabanki Evrópu mun halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 2% á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag ef marka má niðurstöðu könnunar Bloomberg, en allir þeir hagfræðingar sem spurðir voru álits spáðu óbreyttum vöxtum. Hagvöxtur í Evrópu hefur verið heldur kraftlítill að undanförnu og atvinnuleysi hefur ekki minnkað. Hagvöxtur reyndist 2% á öðrum ársfjórðungi á evrusvæðinu, en til samanburðar var hann 4,7% á sama tímabili í Bandaríkjunum segir Morgunkorni Íslandsbanka.

Hátt olíuverð letur jafnframt Seðlabankann til vaxtahækkunar. Bankinn spáir 2,2% verðbólgu yfir árið.