Vísitala byggingarkostnaðar hefur ekki breyst milli mánaða nú um miðjan desember. Stendur hún því enn í 130,2 stigum, en vísitalan miðast við að vera í 100 stigum í desember 2009. Þetta kemur fram hjá Hagstofunni .

Lækkun á innfluttu efni nam 2,3% milli mánaða, innlent efni hækkar hins vegar um 0,7% í verði og vinna hækkar um 0,5% á milli mánaða.

Ef horft er til síðustu tólf mánaða hefur vísitala byggingakostnaðar hækkað um 1,5%.