Greiningardeild Kaupþings banka skoðaði verðbreytingar á erlendum hlutabréfamörkuðum það sem af er fjórða fjórðungi. Hafa þeir allir hækkað, sem greiningardeildin horfir til, nema einn.

?Norska OBX vísitalan hefur hækkað mest eða um 12%, því næst kemur Nasdaq 100 vísitalan sem hefur hækkað um 9%. Úrvalsvísitalan rétt kemst í hóp hinna hækkandi vísitalna en hún hefur þó aðeins hækkað um 0,6% það sem af er fjórða ársfjórðungi.

Hinar þrjár norrænu vísitölurnar, sú sænska, finnska og danska, hafa hækkað á bilinu 4,5% til 6,5%. Eina vísitalan í hópnum sem hefur lækkað á fjórðungnum er japanska Nikkei vísitalan en hún lækkað um 2,5%,? segir greiningardeildin.

Verðbreytingar frá áramótum

Sé litið á þróunina frá áramótum, er Japanska Nikkie vísitalan eftir sem áður sú eina sem lækkað hefur, eða um 2,4%.

?Rússneska Otob vísitalan trónir enn á toppnum og hefur hækkað um 58% frá áramótum. Er það 33,1% umfram hækkun norsku OBX vísitöluna sem hefur hækkað næstmest. Af þeim sautján vísitölum sem hér eru bornar saman er Úrvalsvísitalan í tíunda sæti yfir mestu hækkanir frá áramótum, en hún hefur hækkað um 14,2% það sem af er árinu,? segir greiningardeildin.