200 þátttakendur í mótmælum Occupy hreyfingarinnar voru handteknir eftir átök við lögreglu í Oakland í Kaliforníu í gærkvöld og í nótt. Lögreglan segir mótmælendurna hafa kastað flöskum og grjóti þannig að nokkrir í þeirra hópi hafi særst. Forvígismenn hreyfingarinnar í borginni, á vesturströnd Bandaríkjanna, höfðu skipulagt göngu að yfirgefinni ráðstefnumiðstöð sem þeir hugðust yfirtaka.

Occupy hreyfingin var einnig á World Economic Forum í Davos og reyndu að trufla umræður sem voru opnar almenningi. Mótmælin fengu engar undirtektir hjá áhorfenum í salnum en um 30 mótmælendur höfðu tekið sér stöðu og hugðust mótmæla.