Oculis, lyfjaþróunarfyrirtæki, er metið á 4,7 milljarða króna í bókum Brunns vaxtarsjóðs í árslok 2017. En fyrirtækið hefur sérhæft sig í að þróa tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma.

Brunnur á rétt tæpan 24% hlut í Oculis og er hluturinn metinn á 1,13 milljarða króna.

Í byrjun þessa árs gerði fyrirtækið samninga við alþjóðlega vaxtasjóði, þar ber helst að nefna Bay Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners og hljóðuðu samingarnir upp á 2,1 milljarða króna hlutafjáraukningu. Auk þess opnaði fyrirtækið nýjar höfuðstöðvar í Sviss.