Ísland er meðal þeirra 20 landa sem geta pantað sýndarveruleikabúnaðinn Oculus Rift. Í gær var tilkynnt að hægt væri að forpanta búnaðinn, en hann mun fara í almenna sölu á næstu mánuðum.

Oculus Rift er tæki sem hefur verið í þróun um nokkurt skeið og þykir bjóða upp á mjög fullkomna sýndarveruleikaupplifun. Facebook keypti fyrirtækið sem hannaði búnaðinn fyrir um tvo milljarða dala árið 2014. Íslenska tölvuleikafyrirtækið CCP hefur hannað tölvuleikinn EVE:Valkyrie til að nota með búnaðnum en leikurinn mun fylgja með forpöntunum á búnaðnum.

Búnaðurinn mun kosta 699 evrur í forpöntun , eða sem nemur um 98 þúsund krónum og hver aðili má einungis panta einu sinni. Innifalið í kaupunum er búnaðurinn sjálfur, Xbox One fjarstýring og tölvuleikirnir EVE: Valkyrie, og Lucky's Tale. Þá er ekki talin með sendingarkostnaður og tollar.