*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 23. nóvember 2004 10:43

Oddaflug með 29,3% í Flugleiðum

Ritstjórn

Listi yfir 20 stærstu hluthafa Flugleiða hf., sem kemur í kjölfar hlutafjárúboðs félagsins, hefur verið lagður inn í Kauphöllina. Þar kemur fram að félag Hannesar Smárasonar stjórnarformanns félagsins, er komið með 29,3%. Saxbygg, félag í eigu þeirra Gunnars Þorlákssonar og Gylfa Héðinssonar byggingameistara í Bygg, og Saxhóls er næst með 25,46%.


En listin yfir 20 stærstu er þannig:

Eignarhaldsfélagið Oddaflug ehf 743.283.642 kr. 29,3 %

Saxbygg ehf 645.807.436 kr. 25,46 %

Skildingur ehf. 255.213.949 kr. 10,06 %

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 228.878.908 kr. 9,02 %

Kaupþing Búnaðarbanki hf. 90.754.614 kr. 3,58 %

Arion hf v/viðskiptavina-Safnreikningur 89.311.584 kr. 3,52 %

Lífeyrissjóður verslunarmanna 54.945.055 kr. 2,17 %

Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 54.500.000 kr. 2,15 %

Lífeyrissjóður sjómanna 30.000.000 kr. 1,18 %

Samvinnulífeyrissjóðurinn 16.483.516 kr. 0,65 %

VVÍB hf,sjóður 6 15.940.543 kr. 0,63 %

Landsbanki Íslands hf,aðalstöðv 14.989.011 kr. 0,59 %

Íslandsbanki hf 14.804.664 kr. 0,58 %

Anna Kristjánsdóttir 11.560.000 kr. 0,46 %

Verðbréfastofan hf 9.127.048 kr. 0,36 %

Sameinaði lífeyrissjóðurinn 8.000.000 kr. 0,32 %

Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 7.000.000 kr. 0,28 %

Ingimundur hf. 5.494.505 kr. 0,22 %

Ingibjörg Ásta Hafstein 5.494.505 kr. 0,22 %

Landssjóður hf,úrvalsbréfadeild 5.000.000 kr. 0,2 %