Um áramótin verða Plastprent og Oddi sameinuð undir nafni Odda.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Odda. Framleiðsla og lagerverslun Plastprents verða áfram staðsett að Fosshálsi, en öll önnur starfsemi svo sem sala og hönnun flyst í hús Odda við Höfðabakka. Eftir sameiningu munu um 300 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu.

„Bæði fyrirtækin hafa langa sögu í þjónustu við kaupendur umbúða og með því að sameina krafta þeirra  fáum við tækifæri til að þjónusta viðskiptavini enn betur,“ segir Jón Ómar Erlingsson framkvæmdarstjóri Odda, í tilkynningunni.

„Plast- og pappaumbúðir eru gjarnan notaðar saman og viðskiptavinir fyrirtækjanna hafa svipaðar þarfir. Það er ekki nóg að umbúðirnar sjálfar séu í lagi heldur þarf að afhenda þær á réttum stað  á réttum tíma og bregðast hratt við ef óvænt eftirspurn skýtur upp kollinum. Við teljum okkur geta sinnt þessum þörfum betur  í sameinuðu fyrirtæki með breitt framboð af vörum og þjónustu og traustan rekstrargrundvöll.“